16.12.1948
Efri deild: 39. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1387 í B-deild Alþingistíðinda. (1788)

102. mál, ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Það er um frv. þetta það að segja, að allshn. hefur ekki haft mikinn tíma til þess að athuga það, en þeir þrír undirritaðir nm. töldu samt, að ekki væri um annað að gera, en að leggja til, að þetta frv. væri samþ.

Um frv. sjálft get ég verið fáorður, þar sem líka hæstv. utanrrh. er hér sjálfur viðstaddur í hv. þd. En ég vil geta þess, að þó að það standi ekki í nál., þá óskaði einn nm. að hafa óbundnar hendur um frv. En þeir nm., sem hér eru undirritaðir á nál., voru sammála um að leggja til, að frv. væri samþ. óbreytt. Og mér er kunnugt um hv. form. n., að hann er sömu skoðunar og leggur þetta til, jafnvel þótt hann hafi ekki mætt hér í dag og geti ekki gert grein fyrir atkv. sínu.