16.12.1948
Efri deild: 36. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1429 í B-deild Alþingistíðinda. (1845)

106. mál, dýrtíðarráðstafanir

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég vil taka það fram, þar sem ég hef stýrt fundum fjhn. þessarar d., að þetta mál er flutt af fjhn. Ed. Það er prentvilla á þskj., og var það lagt þannig inn á skrifstofuna. Þar sem hæstv. fjmrh. er ekki við, vil ég segja örfá orð um málið, annars ber grg. það með sér, hvað um er að ræða. Enn hefur ekki unnizt tími til að vinna úr gögnum varðandi skattinn vegna þess, hve seint þau bárust. Í l. stendur, að á árinu 1948 skuli leggja á eignaraukaskatt, en það hefur ekki verið gert enn, og því verður að framlengja tímann fyrir framtalsnefnd. Af þessum ástæðum taldi fjhn. sjálfsagt að verða við óskum hæstv. fjmrh., og vil ég leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. Til n. þarf ekki að vísa því, þar sem það kemur frá n. Á frv. stendur Nd., en á að vera Ed., og vil ég biðja hv. þm. að breyta því.