09.11.1948
Efri deild: 10. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (19)

26. mál, happadrættislán ríkissjóðs

Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti. Ég ætlaði ekki að blanda mér inn í þetta mál, en hér hefur komið fram fyrirspurn, sem ég tel, að bæði hæstv. fjmrh. og hæstv. dómsmrh. ættu að svara, svo að ekki leiki neinn vafi á því, hvort slíkur vinningur er útsvarsskyldur eða ekki, og ekki verði neinar deilur um það í framtíðinni. Mér skildist, að hér væri aðeins um skattfrelsi að ræða það ár, sem tekjurnar tilfalla, eins og er um Happdrætti Háskóla Íslands, en það er full ástæða til þess, að það komi skýrt fram, hvort svo er eða ekki.