03.03.1949
Efri deild: 69. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1488 í B-deild Alþingistíðinda. (2023)

139. mál, fyrningarafskriftir

Frsm. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. L. um sérstakar fyrningarafskriftir frá 1946 kveða svo á, að hlunninda þeirra afskrifta skuli þær eignir njóta, er teknar eru í fyrsta skipti í notkun á árunum 1944–48. Er þar um að ræða „fiskiskip og önnur veiðiskip, flutningaskip, síldarverksmiðjur, dráttarbrautir og vinnslustöðvar fyrir sjávarafurðir og landbúnaðarafurðir.“ M.ö.o. þau tæki, sem talið var réttmætt, að fengju hærri afskrift en venjulega. Nú er það svo, að sumt af þessum tækjum var ekki komið til landsins fyrir árslok 1948, svo að nauðsynlegt er að breyta l. þannig, að ákvæði um sérstakar fyrningarafskriftir verði einnig látin ná til eigna, er teknar verða í fyrstu notkun á árunum 1949 og 1950. Því er komið hér fram frv. um, að í stað ársins 1948 skuli koma 1949 og 1950. Hv. n. var sammála um að mæla með þessu, þegar hún hafði frv. til athugunar. Er sjálfsagt, að umrædd tæki geti komið undir ákvæði l., þau gr. njóta eiga þessara fyrningarafskrifta.