07.03.1949
Efri deild: 71. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1529 í B-deild Alþingistíðinda. (2132)

128. mál, bæjarstjórn í Keflavík

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að andmæla því, sem hv. frsm. sagði, en ég vil aðeins benda á það, án þess að bera fram um það sérstaka till., að eins og staðhættir eru þarna suður frá, þá hefði átt að stækka lögregluumdæmi Keflavíkur, þannig t.d., að Njarðvíkur væru í sama umdæmi. Einkum hefði átt að gera þetta með tilliti til Keflavíkurflugvallarins, því að það er miklu hægara að hafa flugvöllinn undir Keflavík alveg, en að láta hann vera í hlutum af mörgum hreppum. Þó að ég segi þetta, þá er ég ekki að gera neina till. um það, en ég er alveg víss um það, — ég er 100% viss um það, — að þó að það verði ekki gert nú, þá verður það gert eftir 1–2 ár.