03.03.1949
Efri deild: 69. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1542 í B-deild Alþingistíðinda. (2202)

126. mál, lax- og silungsveiði

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Það skiptir ekki máli að mínu áliti, hvort athugun fari fram þannig, að málið verði tekið af dagskrá nú, ef hún fer fram á milli 2. og 3. umr. Mun alveg víst, að hv. þm. Barð., form. hv. fjvn., sé svipaðrar skoðunar í því efni. Ég fellst þó á þá hugmynd hans, og hv. 1. landsk., að frá sjónarmiði hv. fjvn. liggi beinast við, að kostnaðurinn af þessu sé einhvern veginn endurgreiddur í ríkissjóð. Mun það höfuðlausn málsins. Á þeim forsendum vil ég ekki gera stríð úr því, að þetta verði athugað á milli 2. og 3. umr.