05.04.1949
Efri deild: 82. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1550 í B-deild Alþingistíðinda. (2233)

115. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Frsm. (Björn Kristjánsson):

Herra forseti. Þetta mál var borið fram í Nd. fyrir nokkru og afgreitt ágreiningslaust hingað til Ed. Ég veit ekki, hvernig á því stendur, að þessi höfn hefur ekki verið tekin með á l. 1946, en það er talið, að það sé af því, að þá hafi landið þarna verið eins manna eign, en nú hefur Svalbarðseyrarhreppur keypt það. Flestir þm. munu vera svo kunnugir við Eyjafjörð, að þeir vita, að þarna er svo að segja sjálfgerð höfn. Það eru, bara bryggjur, sem þarf að smíða. Ég tel þessa höfn við Svalbarðseyri sjálfsagðari í lögunum, en ýmsar hafnir, sem þar eru nú. Sjútvn. tók þetta fyrir á fundi og var sammála um að mæla með, að frv. yrði samþ. óbreytt. Einn nm. var að vísu fjarverandi. Annars vil ég ekki fjölyrða meira um þetta mál, en mér virðist alveg sjálfsagt að samþ. þetta frv.