14.02.1949
Neðri deild: 64. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1554 í B-deild Alþingistíðinda. (2245)

54. mál, sjúkrahús o.fl.

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Ég skal ekki fara að ræða ölfrv. við hv. þm. N-Ísf., en ég skil mæta vel tilfinningar hans í þessu máli. Það eru efnisatriði málsins, sem ég vildi gera fyrirspurn um til hv. n. Fram til þessa hefur það verið svo, að byggingarstyrkurinn, sem ríkissjóður hefur veitt til sjúkrahúsa og sjúkraskýla, hefur verið jafn fyrir öll sveitarfélög. Nú er aftur á móti gert ráð fyrir að skilja þarna í sundur og veita hærri styrk til sveitahéraða eða hreppsfélaga, en bæjarfélaga. Nú eru hér engan veginn glögg skil á milli, t.d. nær læknishérað í mörgum tilfellum yfir bæði kaupstað og hreppsfélag eða félög. Ég vil því spyrja hv. frsm. n., hvað n. hugsi sér, þar sem svo stendur á, að kaupstaður og hreppsfélög séu saman í læknishéraði og byggi sjúkrahús sameiginlega. Á þá að veita hærri eða lægri styrkinn til slíks sjúkrahúss? Ef menn vilja greina hér á milli, þá verður að hafa ákvæðin skýr, og ef þetta er ekki fyllilega ljóst, þá verð ég að fara fram á, að hv. n. athugi málið betur.