04.03.1949
Neðri deild: 75. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1558 í B-deild Alþingistíðinda. (2256)

54. mál, sjúkrahús o.fl.

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég hafði kvatt mér hljóðs hér á dögunum, er mál þetta var hér til umræðu, aðallega í þeim tilgangi, þar sem verið var að fresta málinu, að óska eftir, að því yrði hraðað. Það skiptir miklu máli fyrir mig og þau læknishéruð, er hér eiga hlut að máli, að þeim reglum sé breytt, er nú gilda um styrkveitingar, því að héruðunum er um megn að standa undir kostnaði við sjúkrahús eins og nú er.

Ég hef veitt því athygli, að nú eru komnar hér fram 2–3 brtt. við frv. eins og það kom úr n. En með því að niðurstaða sú, sem n. komst að, var fengin eftir langvarandi umræður þar og samninga, tel ég sem 1. flm. málsins mig ekki geta mælt með því, að brtt. þessar verði samþykktar. Ég fjölyrði svo ekki meira um þetta og álít, að umræður um þetta mál þyrftu ekki að dragast lengi eftir þetta.