04.03.1949
Neðri deild: 75. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1558 í B-deild Alþingistíðinda. (2257)

54. mál, sjúkrahús o.fl.

Frsm. (Helgi Jónasson):

Herra forseti. Það er nú svo langt síðan þetta mál var hér síðast til umræðu, að ég er satt að segja búinn að gleyma, hvað ég vildi sagt hafa, er ég kvaddi mér hljóðs við þær umræður. En viðvíkjandi brtt. þeirra hv. 2. þm. S–M. og þm. Siglf., þá leggur n. til, að báðar verði felldar, og heldur sér við álit sitt. - Ég hef svo ekki meira að segja að svo stöddu, en vænti þess, að frv. verði samþ. eins og n. gekk frá því.