04.03.1949
Neðri deild: 75. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1559 í B-deild Alþingistíðinda. (2261)

54. mál, sjúkrahús o.fl.

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti. Ég hef litlu við það að bæta, sem frsm. hefur sagt, en óánægjurödd hefur komið fram út af afgreiðslu málsins, en n. er nauðbeygð til að gera greinarmun á sveitarfélagi og bæjarfélagi. Við gátum því ekki mælt með brtt. 2. þm. S–M., því að það yrði gífurlegt, ef 2/3 kostnaðar við læknisbústaði og spítala féllu á ríkissjóð. Ég vil alvarlega benda hv. þd. á þessa hættu, hve mikill fjáraustur úr ríkissjóði það yrði, ef að þessari till. yrði gengið. Það er betra að fara hægar í sakirnar.