07.04.1949
Neðri deild: 87. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1569 í B-deild Alþingistíðinda. (2288)

148. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Halldór Ásgrímsson:

Ég tek undir það með hv. frsm. og flm. þessa frv., að ég mun ekki kappræða þetta mál. Ég vil aðeins benda á það, að ég tel alls ekki rétt, að með brtt. okkar á þskj. 492 sé um það að ræða, að við séum að taka af togaraeigendum einhvern rétt, sem þeir eigi þegar l. samkvæmt. Það er misskilningur. Brtt. okkar gengur aðeins út á það, að sá aukni réttur, sem fæst, ef þetta frv. verður samþ., færist ekki yfir á nýbyggingarsjóð togaranna. Ég vil aðeins benda á, að þetta er hreinn og beinn misskilningur hjá hv. flm. Að öðru leyti læt ég svo útrætt um málið.