23.04.1949
Neðri deild: 91. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1611 í B-deild Alþingistíðinda. (2353)

60. mál, útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Ég hafði búizt við því, að hæstv. fjmrh. yrði hér viðstaddur til þess að segja álit sitt um þau áhrif, sem þetta frv. kemur til með að hafa á dýrtíðarsjóðinn, ef það yrði að lögum. Hann hafði látið það í ljós við mig, að hann þyrfti að athuga það nánar, áður en málið yrði afgreitt. En eins og kunnugt er, þá var gert ráð fyrir því, að dýrtíðarsjóðurinn hefði tekjur af gjaldeyrisleyfum vegna ferðalaga manna erlendis. Ég vildi því óska þess, að það yrði ekki haldið lengra með umr. fyrr en hæstv. fjmrh. fær tækifæri til þess að segja hér álit sitt.