28.04.1949
Neðri deild: 94. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1619 í B-deild Alþingistíðinda. (2374)

60. mál, útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Eins og ég lýsti yfir seinast, er þetta mál var hér til umr., þá var brtt. mín, sem ég þá flutti, tilraun til samkomulags. Eftir að hv. frsm. minni hl. fjhn. hefur nú borið fram þessa till., þá lýsi ég því yfir, að hún stendur mínum huga miklu nær en samkomulagstill., og mun ég fylgja till. hv. frsm. minni hl., en vildi mega vænta, að mín till. yrði varatill. við till. hans, ef hún verður felld. Annars kemur mín till. ekki til greina.