28.04.1949
Neðri deild: 94. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1619 í B-deild Alþingistíðinda. (2377)

60. mál, útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Hv. þm. V-Húnv. hefur misskilið orð mín. Ég lýsti því yfir, að ég teldi þessa setningu um, að ekki mætti banna mönnum brottför úr landi, óþarfa, þar sem efni laganna gerði það að verkum, að svo mætti ekki. Ég er að efni til sammála hv. flm. þessa frv., en vildi aðeins taka þetta fram, að ég tel setninguna af téðum ástæðum óþarfa og annarlega frá lögfræðilegu sjónarmiði.