03.05.1949
Efri deild: 93. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1621 í B-deild Alþingistíðinda. (2387)

204. mál, einkasala á tóbaki

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Þetta mál er flutt sumpart vegna fjárþarfar ríkissjóðs, en líka til þess að verð á tóbaki sé í samræmi við annað verðlag í landinu. Eins og þm. er kunnugt, var fjárlagafrv. afgr. til 3. umr. með 30 millj. kr. greiðsluhalla. Afleiðingin af þeirri afgreiðslu er sú, að finna þarf tekjur til þess að jafna þennan halla, og er þetta frv. einn liður í þeirri tekjuöflun. Það er nú svo með mál eins og þetta, að loka verður tóbakseinkasölu ríkisins meðan leitað er til Alþingis um samþykki á þessari hækkun, sem hér er farið fram á. Ég vil því leyfa mér að óska þess, að málinu verði hraðað í gegnum d., ef alþm. vilja aðhyllast þá hækkun, sem hér um ræðir.