18.12.1948
Neðri deild: 46. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í B-deild Alþingistíðinda. (252)

66. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Ásgeir Ásgeirsson:

Ég þarf ekki að endurtaka það, sem hæstv. forseti hefur sagt um þingsköp og þingvenjur. Ég vil bjóðast til þess að boða fund í fjhn., hvort sem málinu verður vísað þangað eða ekki, ef einhverjum skyldi vera fróun í því. Ef fundur í n. verður ekki sóttur án þess, að málinu sé vísað til n., þá held ég, að það sé útlátalaust fyrir okkur að vísa málinu til n. á milli 2. og 3. umr., og fundur verður þá þegar boðaður við fundarslit hér í ráðherraherberginu.