09.05.1949
Efri deild: 101. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1672 í B-deild Alþingistíðinda. (2533)

173. mál, eignarnámsheimild á Efri-Skútu og Neðri-Skútu

Frsm. (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti. Mér er ekki kunnugt um, hvers vegna Siglufjarðarbær fer ekki fram á að fá heimild fyrir eignarnámi á þeirri einu jörð, sem er eftir í einkaeign í Siglufirði, í firðinum sjálfum, fyrir utan Skútujarðirnar, sem er Staðarhóll og er austan við fjörðinn. Það kann að vera, að það væri rétt að taka þessa einu jörð með í eignarnámsheimildina. En hins vegar er ómögulegt fyrir allshn. að gerast forsjá fyrir Siglufjarðarkaupstað. Og það, sem liggur fyrir í þessu máli, er einróma ósk bæjarstjórnarinnar á Siglufirði um það, sem frv. er um. Ég sé enga ástæðu til að fresta þessu máli, en legg til, að það verði afgr. núna.