09.05.1949
Efri deild: 101. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1674 í B-deild Alþingistíðinda. (2553)

188. mál, lögsagnarumdæmi Neskaupstaðar

Frsm. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Það þarf ekki langa framsögu um þetta mál, Allir hv. nm. eru sammála um, að óhjákvæmilegt sé að bæta þessum skika við þetta lögsagnarumdæmi. — Það komu að vísu raddir til n. um, að ástæða væri til að stækka lögsagnarumdæmið enn meira, en gert er ráð fyrir í þessu frv. En allshn. sá ekki ástæðu til þess að taka þetta upp, þar sem frv. þetta er flutt af mönnum, sem þessum málum eru gagnkunnugir og fóru ekki fram á meiri stækkun, en gert er ráð fyrir í frv.

N. leggur til, að fallizt verði á þetta frv., eins og það liggur fyrir.