22.04.1949
Efri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1680 í B-deild Alþingistíðinda. (2581)

100. mál, jeppabifreiðar

Björn Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins, áður en frv. er vísað til n., benda á eitt, er þyrfti að leiðrétta. Í 3. gr. eru þeir taldir upp, sem afhenda má bifreiðarnar. Samkvæmt því má afhenda þær bændum eða mönnum, er starfa að búum þeirra og í félagi við þá og eru heimilisfastir í sveitinni og stofnunum landbúnaðarins, og starfsmönnum þeirra, — skógrækt og sandgræðsla meðtalin —, sem verða vegna starfa sinna í sveitunum að ferðast mikið með bifreiðum. Mér þykir þetta nokkuð þröngt og vildi, að héraðslæknar í sveitahéruðum gætu einnig komið til greina. Ég veit, að í sumum héruðum er nauðsynlegt, að þessar bifreiðar séu í eigu þeirra, þar sem þeir þurfa oft fyrirvaralaust að ferðast langar leiðir. Engum er eins mikil nauðsyn á þessu og þeim, ekki einu sinni bændum. Ég vildi benda n. á það að bæta héraðslæknum við. Ef hún getur ekki fallizt á það, mun ég bera fram brtt. í þessa átt