22.04.1949
Efri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1686 í B-deild Alþingistíðinda. (2592)

100. mál, jeppabifreiðar

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Er það þá svo að skilja, að hv. 1. þm. N–M. vilji hvorki segja hv. þd. frá þeirri vitneskju, sem hann hefur um þetta, né heldur vilji hann segja ríkisstj. frá því, ekki í heyranda hljóði? Það er mikilsvert, ef þessi hv. þm. situr inni með vitneskju, sem hann telur fullkomið hneyksli og jafnvel lögbrot, og þá trúi ég því ekki á svo grandvaran mann, að hann vilji gerast yfirhylmingarmaður þess.