06.05.1949
Efri deild: 98. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1692 í B-deild Alþingistíðinda. (2602)

100. mál, jeppabifreiðar

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Vinur minn, hv. þm. Barð., hreyfði aths. um þetta frv., og hefur hv. 1. þm. N-M. svarað þeim að miklu leyti. Hv. þm. vildi halda því fram, að bílar til landbúnaðarþarfa væri ekki nóg skilgreining. Ég skal því láta athuga þetta og taka fyrir í n. milli umr., þar sem það hefur komið fram, að þetta mætti misskilja.

Þá er ég ekki sammála hv. 1. þm. N-M., að allir bílarnir lendi í sveitum, því að flestir læknar, ljósmæður og prestar eru búin að fá bíla og stunda auk þess landbúnað, svo að mest af 20% fara í kaupstaðina. En ég skal athuga með skilgreininguna á bílunum milli umr.