07.05.1949
Efri deild: 99. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1719 í B-deild Alþingistíðinda. (2644)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Hermann Jónasson:

Herra forseti. Þetta verður aðeins örstutt aths. út af því, sem hv. þm. Barð. sagði um það, að ég hefði farið hér rangt með, að till. hefðu verið felldar fyrir hv. fjvn. Það stóð eitthvað um þetta í blöðum. Þar voru tveir dálkar af till., sem voru felldar. Rétt áðan var hv. þm. að segja, að Framsfl. hefði gengið fram í því að fella sparnaðartill., sem komu fram. Nú segir hann, að aldrei hafi verið felldar sparnaðartill., svo að það er nokkuð erfitt að eiga orðakast við hv. þm. Og ég held satt að segja, að hv. 1. þm. Reykv. (BÓ) segi það satt, að hann sé ekki þingvanur, ef hann ætlar sér að fara að kenna hv. þm. Barð. Ég veit, að hv. 1. þm. Reykv. er kunnur fyrir það að kunna mikið af málsháttum. Hann ætti að kunna þann málshátt, sem gefur í skyn, að ómögulegt sé að kenna honum, svo að hann getur alveg látið það vera.