07.05.1949
Efri deild: 100. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1721 í B-deild Alþingistíðinda. (2649)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Hv. 1. þm. Reykv. (BÓ) óskaði eftir því, að ég bæri sjálfur fram leiðréttingu á 4. gr. Það kom fram, að hann hafði ekki áhuga fyrir því að athuga, hvort það færi betur eða ekki. Ég leyfi mér því að bera fram skriflega brtt. þess efnis, að orðin „skal verja fjárhæð“ í meginmgr. b-liðar 4. gr. falli niður.

Fúkyrðum hv. 1. þm. Reykv. og hv. þm. Str. í minn garð mun ég ekki svara. Ég er orðinn svo vanur því, að kastað sé að mér fúkyrðum, þegar rök brestur, að það er hætt að snerta mig. Síðar gefst ef til vil tækifæri til að ræða við hv. þm. Str. um margendurtekin ósannindi um mig í sambandi við afgreiðslu fjárl. Ég skal ekki fara út í það í dag.