07.05.1949
Efri deild: 100. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1722 í B-deild Alþingistíðinda. (2654)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti. Mér finnst nú, að svo mikill dráttur hafi orðið á afgreiðslu fjárl., að það skipti nú litlu, þótt þessu máli yrði frestað í 10 mínútur eða kortér. Það ætti því síður að valda neinum hneykslunum, þar sem hér er ekki um neitt hégómamál að ræða, heldur stórmál. Hitt er annað, hvort rétt kynni að vera að flytja það í öðru frv. En sannarlega er takmörkun á innstreymi í bílstjórastéttina ekki óviðkomandi afnámi á benzínskömmtun. Og þurfi til þessa lagaheimild fyrir ríkisstj., þyrfti hún að fást á þessu þingi.