07.05.1949
Efri deild: 100. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1724 í B-deild Alþingistíðinda. (2658)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Það var aðeins vegna þessarar orðabreyt., sem hv. þm. gat nú, að ég tek til máls. Hún segir raunar sama og brtt. hv. þm. Barð. Ég játa, að ég kom með þetta eina orð eftir ábendingu eins af hv. þm. Nd., er kvað hitt geta valdið misskilningi, og það er gert til að forðast árekstur, að ég flyt þessa skriflegu brtt., og eigi vegna þess, að ég álíti hana betri. Þær eru sjálfsagt báðar jafnréttháar. En betra væri, ef hv. þm. vildi taka sína aftur til að forðast árekstur, eigi vegna annars.