13.05.1949
Efri deild: 107. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1749 í B-deild Alþingistíðinda. (2704)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Björn Ólafsson:

Herra forseti. N. hefur átt tal um þetta mál og orðið sammála um að skila munnlegu áliti. Meiri hl. n. er mjög hikandi við það að samþ. 4. gr. eins og hún er. Hann telur, að gr. eins og hún er gefi of víðtækt og ákveðið vald um að setja reglur um atvinnuréttindi bílstjóra og svona lagasetning geti skapað illt fordæmi. Hins vegar er meiri hl. n. það ljóst, að ekki sé heppilegt, að málið fari milli d., eins og komið er, og hefur því orðið ásáttur um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt, ef hæstv. samgmrh. telur sér fært að gefa yfirlýsingu um það, að þetta ákvæði 4. gr. verði aðeins notað til bráðabirgða, ef nauðsyn krefur, en hins vegar að undirbúin verði löggjöf um atvinnuréttindi bílstjóra og frv. um það verði lagt fyrir næsta þing og þá verði sett löggjöf um þetta efni, en þessum málum verði ekki til frambúðar skipað með reglugerð, sem samin verði að meira og minna óathuguðu máli um leið og benzínskömmtunin verður afnumin. Ef hæstv. ráðh. sér sér fært að gefa yfirlýsingu í þessa átt, vill meiri hl. n. mæla með, að frv. nál fram að ganga gegnum d. óbreytt. En einn nm., 4. landsk. (BrB), lýsti sig mótfallinn frv., einn nm. var fjarverandi, og hefur n. ekki leitað hans álits.