25.04.1949
Efri deild: 88. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1767 í B-deild Alþingistíðinda. (2733)

118. mál, raforkulög

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Síðan þetta mál var rætt hér síðast, hefur það skeð, að iðnráð hefur sent n. brtt., sem það óskaði eftir, að n. tæki upp og flytti. N. hefur gert þetta, og liggja brtt. hér fyrir á þskj. 550. Þar er 35. gr. orðuð öll um. Við 1. og 2. lið er þó engin efnisbreyt. frá því, sem er nú í l., en aðeins lítil orðabreyt., sem engu máli skiptir. Við 3. lið er dálítil efnisbreyt. frá því, sem er í l., en engin frá því, sem er í reglugerð, sem samin hefur verið vegna lána, sem veitt eru til vatnsvirkjana á sveitaheimilum. Það er bætt þarna inn í greinina: „og línulagna heim að bæjarvegg“, sem ekki er í l. Að öðru leyti er 3. liður samhljóða því, sem nú er í l., en samhljóða því, sem framkvæmdin hefur verið eftir reglugerðinni, sem um þetta hefur verið sett. 4. liður er svo sú breyt. að meginmáli til, sem hér hefur verið flutt af hv. þm. Dal. og ekki lá fyrir í þessu frv. upprunalega, á þskj. 299, en þar er þó dálítil breyt., og við meiri hl. n., sem stóðum að þessari brtt., höfum breytt. ofurlítið frá því, sem raforkuráð lagði til. Raforkuráð hefur viljað ganga inn á það að veita lán til rafstöðva með vélaafli á þeim sveitabýlum, sem ekki hafa aðstöðu til vatnsvirkjana og ekki eru líkur til, að fái leiðslu frá stærri rafstöðvum í framtíðinni. Hins vegar hefur raforkuráð ekki viljað skerða það fé, sem ætlað er í l. nú, sem mun vera 2 millj. kr. árlega til raforkuframkvæmda, og þess vegna setur það inn í þennan 4. lið, að til þess að framkvæmdir verði hafnar eftir honum„ þá skuli það vera bundið við það, að fé sé veitt til þess árlega í fjárl. Raforkuráð gerir ráð fyrir því í sínum till., að það yrði ætlað sérstakt fé í fjárl. hverju sinni, sem raforkuráð og ráðh. hefur svo á sínu valdi að lána þeim sveitabýlum, sem ekki gætu á annan hátt fengið sér rafmagn en með vélastöðvum. Þetta felldum við burt úr gr. Meiri hl. taldi, að eins og fjárhag ríkisins nú væri komið, þá væri það sama og að stöðva með öllu þessar framkvæmdir, ef þær væru bundnar við árlega fjárveitingu úr ríkissjóði, og þá kemur fram það sjónarmið, hvort þessar 2 millj. kr. eigi kannske alveg að fara í rafveitur og stærri raforkustöðvar eða eins og nú er, 150 þús. kr. ætlaðar sem lán af ráðh. til vélastöðva einstakra sveitabýla, og þá kannske annað eins, 150 þús. kr., teknar til að lána þeim sveitabýlum, sem á engan hátt geta fengið sér rafmagn nema með vélastöðvum. Það er það sjónarmið, sem n. gerir hér ráð fyrir, að ráðh. ákveði hverju sinni, að einhver hluti af þessum 2 millj. kr., eftir því hve mikið kallar að á hverjum tíma. af rafmagnsveitum í landinu, verði ætlaður til þessara hluta, alveg á sama hátt eins og nú er, að nokkur hluti af því er tekinn og ætlaður til að lána þeim heimilum, sem ekki geta komizt inn í stærri rafveitur, en geta haft vatnsvirkjun heima á heimilunum. Þessum 2 millj. kr. yrði af ráðh. skipt í þrjá hluta. Einn yrði langstærstur og tveir minni, sem mætti lána á þennan hátt, en komi þá aftur smám saman seinna inn í raforkusjóðinn til framkvæmda.

Hinar breyt., sem raforkuráð leggur til, að gerðar séu, við 38., 39. og 53. gr., eru allt smávægilegar breyt., sem sumpart leiðir af þessu, sem búið er að breyta, 35. gr., og sumpart er til frekari skýringar á áður gildandi ákvæðum, og er engin þörf á að ræða sérstaklega um þær.

Það, sem hér er um að ræða, það er í rauninni 4. liður. Ég veit, að tveir nm., sem annars eru með 4. lið, vilja heldur hafa annað að það sé ekki fjmrh., sem láni eftir honum, og þetta sé ekki tekið af þessum 2 millj. kr., heldur sé veitt fé sérstaklega á fjárl., og bera þeir fram brtt. um það og munu gera grein fyrir því. Þetta er sjónarmið, sem ágreiningur er um, og annað ekki.