25.04.1949
Efri deild: 88. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1771 í B-deild Alþingistíðinda. (2739)

118. mál, raforkulög

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Það er eingöngu vegna þess, að ég tek til máls, að mér er ekki alveg ljóst eftir umr., hvað felst í þeirri brtt., sem hér er verið að tala um. En þar sem ég hef ekki þessi þskj. með höndum og get ekki kynnt mér það, meðan ég er að tala, þá vildi ég spyrja þá þm., sem þetta hafa athugað og eru að leiðbeina okkur með sínum ræðuhöldum: Er ætlazt til þess, ef brtt. 569 verður samþ., að lán verði því aðeins veitt, að sérstakt fé sé til þess veitt á fjárl.? Það er það, sem ég vildi fá fram, vegna þess að hv. 1. þm. N-M. talaði um þetta í öðrum dúr, sem sé, að ef þingið vildi, þá mætti það veita fé til þess á fjárl. og er brtt. þá ekki þýðingarlaus, eins og skilja mátti hjá hv. 1. þm. N-M., þó að túlkun hv. þm. Dal. væri önnur.