11.05.1949
Neðri deild: 106. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1784 í B-deild Alþingistíðinda. (2766)

208. mál, áhrif kjötverðs á framfærsluvísitölu

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég hætti ræðu minni í dag sökum þess, að hæstv. fjmrh. var ekki viðstaddur. Ég var að svara ræðu hans og var að bera fyrirspurnir til hans, og ég verð að segja, að þegar hér er um að ræða mál, sem þýðir 7.0 milljón króna álag á þjóðina, þá kann ég betur við, að hæstv. ráðh. sé viðstaddur, þegar hann ætlast til, að við þm. samþ. að leggja þetta álag á þjóðina. Ég vil því a.m.k. spyrja hæstv. forseta, hvort hann hafi á móti því að fresta málinu enn, þar til hæstv. fjmrh. væri viðstaddur.