13.05.1949
Neðri deild: 108. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1795 í B-deild Alþingistíðinda. (2778)

208. mál, áhrif kjötverðs á framfærsluvísitölu

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Við 3. umr. fjárl. í gærkvöld bar ég fram brtt. til jöfnunar á fjárlagafrv., sem til var ætlazt og samþykkt var af ríkisstj., og þar á meðal var þetta mál. Má því ekki hagga við því, nema eiga það á hættu að kippa þar með grundvellinum undan fjárl. Ég verð því eindregið að mæla á móti þessari brtt., sem fram er komin, og mæla á móti því, að hún verði samþ., því að hún brýtur í bága við það, sem samkomulag hefur orðið um. Hins vegar er það ekki rétt, sem hv. þm. hélt hér fram, að með þessu frv. væri verið að skattleggja þá, sem lægst laun hlytu, því að persónufrádrátturinn er miðaður við þá vísitölu, sem gildir á hverjum tíma. Það er þarna átt við núgildandi vísitölu, 315 stig, þegar rætt er um frádráttinn.