07.03.1949
Neðri deild: 76. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1807 í B-deild Alþingistíðinda. (2803)

141. mál, iðnfræðsla

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins þakka hv. iðnn. fyrir þessa afgreiðslu málsins, sem það hefur fengið hjá henni með þessum breyt. Ég hef ekki neitt við þær að athuga yfirleitt og get vel fallizt á, að þær verði samþ., enda raska þær í engu meginefni frv. Það hefur verið svo undanfarið og er líka lagt til í frv., að úrskurður gerðardóms um ýmis mál sé endanlegur úrskurður, en ég sé ekkert athugavert því til fyrirstöðu, ef hv. n. þykir af einhverjum ástæðum það bera í sér meira öryggi, að það megi vísa málinu frá honum til dómstóla landsins. Það getur verið gott að hafa það aðhald, og sé ég ekkert athugavert við þá brtt. Þetta er aðalbreyt. í brtt. n. Hinar eru ekki efnisbreytingar, heldur miklu fremur til að færa þetta til betra máls. Ég get fallizt á, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem hafa komið fram frá n.