08.04.1949
Neðri deild: 88. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1807 í B-deild Alþingistíðinda. (2809)

141. mál, iðnfræðsla

Frsm, (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Meiri hl. iðnn. á hér brtt. á þskj. 539, sem ég vil gera örstutta grein fyrir. Í 2. gr. frv. er gert ráð fyrir, að skipað verði iðnfræðsluráð, og í 3 gr. er gert ráð fyrir, að ráðið verði skipað 5 mönnum, skipuðum af ráðh., og verði 2 þeirra skipaðir eftir tilnefningu iðnsveinaráðs Alþýðusambands Íslands, en 2 eftir tilnefningu Landssambands iðnaðarmanna. Nefndin hefur við nánari athugun talið óeðlilegt, að sveinarnir væru tilnefndir af undirdeild í Alþýðusambandinu, og talið eðlilegra, að fulltrúar bæði meistara og sveina væru tilnefndir af landssamböndum, Alþýðusambandi Íslands og Landssambandi iðnaðarmanna. Meiri hl. iðnn. óskar því eftir, að till. þessi verði samþ.