03.12.1948
Sameinað þing: 24. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2076 í B-deild Alþingistíðinda. (2928)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég vil skýra frá því, að það er ranghermi hjá hv. 2. þm. Reykv., að það sé venja að bera slíkar sendifarir sem nú hafa verið farnar vegna verzlunarsamninga undir utanrmn. Ég hygg, að þessi hv. þm. megi minnast þess glögglega, frá því er hann var nefndarmaður þar, að það hefur ekki alltaf verið gert, en stundum hefur það verið gert, allt eftir því, hvernig málin lágu fyrir hverju sinni. En að slíkt hafi alltaf verið gert, má þessum hv. þm. vera kunnugt um, að ekki fær staðizt.

Varðandi samninga, sem hann talaði um, að staðið hafi við önnur lönd og Alþ. hafi ekki verið skýrt frá, vil ég afla mér upplýsinga hjá honum, vegna þess að ég hef ekki um þá heyrt.