03.12.1948
Sameinað þing: 24. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2081 í B-deild Alþingistíðinda. (2942)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl

Bernharð Stefánsson:

Þegar þessi fundur var boðaður í Sþ., hafði áður verið tilkynnt, að fundir færu fram í báðum deildum Alþ. Til umr. var ekki annað en það að leyfa fsp. á tilteknu þskj., og alls ekki búizt við því, að umræður hæfust hér um utanríkismál. Og ef sá háttur á að fara að verða á, að jafnvel fundir í Sþ., sem boðað er til út af smámálum, standi svo lengi, að deildarfundi sé ekki hægt að halda, þá fer að verða lítið um löggjafarstörf á Alþ. — Það má minna á það, að um daginn taldi jafnvel einn þm. sig bærari um að ráða dagskrá á fundum Sþ. en forseti. En ég hef álitið til þessa, að löggjafarstarfið væri aðalhlutverk Alþ., en ekki þessir þingfundir, sem hér eru haldnir um allt og ekki neitt.

Það er eftirtektarvert, að þessi fundur í Sþ. er sá 24. á þessum vetri; næsti fundur í Ed. verður líka sá 24, en í Nd. sá 26. En ég hygg, að þess finnist fá dæmi í þingsögunni, að fundir í Sþ. hafi verið haldnir nema svo sem helmingi færri en í deildum, og ætti þetta að sýna þeim, sem um það kvarta, að það er sízt ástæða til að álasa forseta Sþ. fyrir það, að hann taki ekki mál á dagskrá.