14.03.1949
Neðri deild: 80. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2082 í B-deild Alþingistíðinda. (2944)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Ég skal svara fyrirspurn hv. 2. þm. Reykv. út af Atlantshafssáttmálanum. Ríkisstj. hefur ekki fengið í sínar hendur neinn sáttmála, og þar af leiðir, að um það er ekkert frekar að ræða á þessu stigi málsins. Út af för hinna þriggja ráðh., sem tilkynnt hefur verið um, skal ég geta þess, að ríkisstj. þótti sjálfsagt og vera skylda sín, eins og oft er, að láta rannsaka málið, áður en það lægi fyrir til ákvörðunar þeim aðilum, sem um það eiga að fjalla. Það hefur verið gert víða annars staðar en á Íslandi, og þótti ríkisstj. það sjálfsagt og eðlilegt, að það væru fengnar upplýsingar um þetta mál þar, sem þeirra væri frekast að vænta.