13.05.1949
Neðri deild: 108. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2099 í B-deild Alþingistíðinda. (2994)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á tveimur frv., sem ég er meðflm. að og ekki eru enn komin frá n., enda þótt alllangur tími sé liðinn síðan deildin afgreiddi þau til n. Annað er 85. mál, um breyt. á l. nr. 44 7. maí 1946, um aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum. Hitt er 162. mál, um stóríbúðaskatt. Ég vildi nú mjög eindregið mælast til, að þessi mál verði tekin á dagskrá næsta fundar deildarinnar, svo að þau fái afgreiðslu á þessu þingi.