04.05.1949
Neðri deild: 98. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1848 í B-deild Alþingistíðinda. (3038)

120. mál, menntaskólar

Forseti (BG):

Orsök þess, að málið er ekki til umr., er sú, að menntmrh. hefur tjáð veikindaforföll og hefur ekki getað sótt þennan fund í dag. Hefur verið lýst yfir af forseta Sþ. áður, að af þessari ástæðu liggi nú fyrir beiðni frá menntmrh. um, að frestað sé afgreiðslu málsins og honum verði gefinn kostur á að taka þátt í umr. Þótti sanngjarnt að verða við þessari beiðni, þar sem hér er um fyrstu bón að ræða og málið snertir mjög rn. hæstv. menntmrh.