14.05.1949
Efri deild: 109. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1876 í B-deild Alþingistíðinda. (3066)

120. mál, menntaskólar

Forseti (ÞÞ):

Ég vil taka það fram út af ræðu hv. 8. landsk., að við mig hefur ekkert verið samið um þetta frv. og ég þekki ekki til neinna samninga þar um. Ég veit, að undiralda er nokkur og leitað er á um að fá málið fram. Og ég get sagt hv. þdm., að ætlun mín er, þó að ekki sé víst, hvað verður, að umr. verði lokið í kvöld, en afgreiðsla fari ekki fram, fyrr en eftir helgi. Vildi ég sannast að segja óska þess, að hv. þdm. hagi sér þar eftir. Okkur verður þetta þægilegast. Menn verða að tala það, sem þeir vilja og álita málinu koma við. Kannske fari svo, að ég endist ekki að sitja og verði að slita fundi. Þrauka mun ég þó í sæti enn nokkra stund. En hv. 3. landsk. tekur næst til máls.