14.05.1949
Efri deild: 109. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1876 í B-deild Alþingistíðinda. (3067)

120. mál, menntaskólar

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég vil mælast til þess við hæstv. forseta, að þar sem sýnilegt er, að nálega allir dm. hafa tekið sér það frjálsræði að fá sér kvöldverð, þá gefi hann okkur hinum þolinmóðu og þrautseigu einnig kost á að næra okkur og gefi fundarhlé. Ég mundi þurfa að tala hátt á annan klukkutíma, og það þýðir, að ég verð ekki búinn fyrr en á 10. tímanum. Þess vegna skil ég, að örli á dálitlum kvíða hjá hæstv. forseta um það, að hann verði að fresta umr., ef hann skortir þrek til að halda þetta út. Fyrir mér vakir að fá að ræða' þetta mikilsverða mál allýtarlega, með því að ég þykist hafa nokkuð mikinn kunnugleika á því, og sjá, hvort hæstv. forseti vill ekki á þessum laugardegi, sem ekki er venjulegur virkur dagur þingsins, veita okkur tóm til kvöldverðar í þeirri von, að meiri hl. n. komi og hlusti á.