14.05.1949
Efri deild: 109. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (3071)

120. mál, menntaskólar

Hannibal Valdimarsson:

Ég þakka forseta fyrir þau svör, sem hann gaf mér, en ekki spurði ég hann nú, hvort hann treysti sér til þess að draga hv. 2. þm. Árn. (EE) inn í d. Ég spurði hann aðeins, hvort hann væri fáanlegur til þess að fresta umr., svo að ég gæti fengið svör við þeim spurningum, sem ég hef beint til meiri hl. Ég óskaði, að hann gæfi mér kost á að bera þessar spurningar upp við þessa umr., áður en henni lyki, sem er því aðeins hægt, að hæstv. forseti fresti umr. þangað til hv. frsm. finnst.