07.04.1949
Neðri deild: 87. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2100 í B-deild Alþingistíðinda. (3153)

Málshöfðunarleyfi gegn þingmanni

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Ég vil mælast til þess, að hæstv. aðalforseta verði gert viðvart, að fundarefni er að ljúka, þar sem hann hefur í sinni vörzlu mál, sem hann hefur í hyggju að leggja fyrir þennan fund. Hygg ég að það sé ósk hans, að fundi verði ekki lokið áður en hann leggur það fyrir d., en að öðrum kosti mun ég tala aftur.