29.04.1949
Neðri deild: 95. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2161 í B-deild Alþingistíðinda. (3185)

Málshöfðunarleyfi gegn þingmanni

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. hv. þm. G-K. hefur borið fram þá ósk, að hin rökstudda dagskrá, sem við hv. þm. Ísaf. höfum leyft okkur að bera fram í þessu máli, verði tekin aftur. Með samþykki meðflm. míns (FJ) vil ég verða við þeirri ósk, en lýsi því jafnframt yfir, að ég mun greiða atkv. á móti þessari málshöfðunarbeiðni.