29.04.1949
Neðri deild: 95. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2161 í B-deild Alþingistíðinda. (3187)

Málshöfðunarleyfi gegn þingmanni

Jörundur Brynjólfsson:

Það er íhlutunarlaust af minni hálfu, hvort þessir menn höfða mál eða ekki. Hitt, sem snertir beiðni þeirra til deildarinnar, skilst mér, að sé óþarft, þar sem hv. þm. G-K. hefur endurtekið ummæli sín utan þinghelginnar og fimmmenningarnir kæra í bréfi sínu yfir ummælum, sem birtust í Morgunblaðinu. Nú hefur í eitt eða tvö skipti verið óskað eftir sams konar leyfi Alþingis og hlutaðeigandi þá borið fram sams konar óskir og þm. G-K. nú um, að leyfið yrði veitt. Með skírskotun til þessa fordæmis og eindreginna óska hv. þm. G-K. segi ég já við þessari beiðni, en vil jafnframt taka fram, að samþykki mitt er aðeins gefið á þessum forsendum og nær ekki lengra.