29.04.1949
Neðri deild: 95. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2161 í B-deild Alþingistíðinda. (3190)

Málshöfðunarleyfi gegn þingmanni

Ólafur Thors:

Ég tek mjög nærri mér, ef ég hef meitt viðkvæma sómatilfinningu okkar orðvöru og óvenju prúðu ungfrúar, en það er þá líka hið eina hryggðarefni, sem orðið hefur á mínum vegi, meðan á þessum fróðlegu og sérstæðu umræðum hefur staðið. Ég hef gert glögga grein fyrir viðhorfi mínu til þessa máls og einlægri fyrirlitningu minni á þeim, er beiðnina bera fram. Samt sem áður hef ég óskað, að beiðnin verði samþ., og segi því já.