29.04.1949
Neðri deild: 95. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2162 í B-deild Alþingistíðinda. (3199)

Málshöfðunarleyfi gegn þingmanni

Jón Pálmason:

Vegna þeirrar beiðni, sem hér liggur fyrir, skiptir ekki máli, hvort hv. dm. segja já eða nei. Hv. þm. G-K. hefur gefið biðjendum ótakmarkað færi til málshöfðunar án þingssamþykktar. Fyrir vin minn og flokksforingja, sem hér á hlut að máli, vil ég gera margt, en við þeirri beiðni hans að samþ. þessa málshöfðun get ég með engu móti orðið. Sem forseti Alþingis tel ég mig hafa tvöfalda skyldu til að vera andvígur því, að þinghelgin sé leyst upp. Hún verður annaðhvort að gilda eða gilda ekki, og ég vil láta hana gilda skilyrðislaust. Það er nóg um deilur og óvild í okkar stjórnmálum, þó að því sé ekki bætt við, að þm. fari að elta hvor annan með málaferlum, enda þótt ýmis harðyrði falli í sambandi við heit deilumál. Ég segi því nei.