16.12.1948
Efri deild: 36. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2163 í B-deild Alþingistíðinda. (3202)

Fjarvistir þingmanna

Forseti (BSt) :

Ég er hv. þm. sammála um það, að ekki sé einungis æskilegt, heldur sjálfsagt, að þm. sæki þingfundi og sinni þar þingstörfum. En hitt er annað mál, að með þeim þingsköpum, sem nú eru, þá getur forseti ákaflega litlar ráðstafanir gert til þess að sjá um, að þm. mæti, ef þeir finna ekki köllun til þess að inna þá skyldu af hendi. Áður gat forseti sett menn í þingvíti fyrir að mæta ekki. Ef þeir voru ekki mættir við atkvæðagreiðslu og höfðu ekki tilkynnt forföll, gat forseti svipt þá þingfararkaupi þann dag, en það ákvæði hefur nú verið afnumið úr þingsköpum. —Ég skal gera allt, sem ég get, til þess að hringja í menn, en get ekki verið eins og spretthlaupari um allt húsið að smala mönnum á fund.

Ég skal geta þess, af því að hv. Str. var ekki kominn, að hv. þm. Barð. nefndi tvo þm., sem sérstaklega sæktu hér illa fundi, og annar þeirra var hv. þm. Str., en hinn hv. 7. landsk., en hann er sem stendur veikur.