16.12.1948
Efri deild: 36. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2164 í B-deild Alþingistíðinda. (3205)

Fjarvistir þingmanna

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil taka fram, að ég hafði ekki hugsað mér að gera þetta að persónulegri ádeilu á hv. þm., heldur bendi ég á þessa staðreynd um tvo þm., sem hafa varla sézt hér á fundi í allt haust. T. d. var hér í gær mjög veigamikið mál, um miklar fjárgreiðslur úr ríkissjóði, og haldnir hér 3 eða 4 fundir, og varð þá að smala mönnum saman til atkvgr. Vildi ég beina til forseta, hvort ekki væri rétt að tilkynna þessum mönnum, sem hann veit, að mæta hér sjaldan, til þess að það sé staðfest, því að þeir heyra ekki þessar kvartanir, sem hér eru fram bornar. (Forseti: Það er öllum þm. tilkynnt bréflega um fundi með dagskrá.)