26.01.1949
Sameinað þing: 32. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2166 í B-deild Alþingistíðinda. (3214)

Varamaður tekur þingsæti

forseti (JPálm) :

Mér hefur borizt bréf frá hæstv. forseta Ed. (ÞÞ), og er bréfið á þessa leið:

„Reykjavík, 26. jan. 1949.

Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf., hefur sent mér svolátandi bréf :

„Þar sem ég hef verið veikur og geri mér ekki von um að geta mætt á Alþingi næstu 14 daga, óska ég þess, að varamaður minn, Kristinn Guðmundsson skattstjóri á Akureyri, taki sæti mitt á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt til athugunar á fundi sameinaðs þings í dag.

Þorst. Þorsteinsson

1. varaforseti efri deildar.“

Kjörbréf Kristins Guðmundssonar hefur áður verið rannsakað, og tekur hann nú sæti hv. 1. þm. Eyf. um sinn.