21.01.1949
Sameinað þing: 30. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2168 í B-deild Alþingistíðinda. (3223)

Setning þings af nýju

forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Á ríkisráðsfundi 13. þ. m. var gefið út svo hljóðandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:

Ég hef ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi, 68. löggjafarþing, skuli koma saman til framhaldsfunda föstudaginn 21. janúar 1949, kl. 13.30.

Gert í Reykjavík, 13. janúar 1949.

Sveinn Björnsson.

Stefán Jóh. Stefánsson.“

Samkvæmt þessu hefjast nú framhaldsfundir Alþingis, hins 68. löggjafarþings.